Starfsdagur dagforeldra

Boðið var upp á ýmis konar fræðslu á starfsdegi dagforeldra.
Boðið var upp á ýmis konar fræðslu á starfsdegi dagforeldra.

Starfsdagur dagforeldra í Kópavogi fór fram í vikunni. Á dagskrá var kynning á breytingum á umsóknum um aðstöðustyrk og dvalarsamning til dagforeldra yfir í rafrænt ferli. Þá var skyndihjálparnámskeið þar sem farið var yfir helstu þætti í skyndihjálp. Að loknu hádegishléi var kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Átján dagforeldrar starfa í Kópavogi, víða um bæinn. Árlega skipuleggur Kópavogsbær starfsdag fyrir dagforeldra og eru þeir á sama degi og starfsdagar skólanna. Að þessu sinni fór starfsdagurinn fram í húsnæði siglingaklúbbsins Ýmis á Kársnesinu.

Dagforeldrar í Kópavogi