Stuttmyndahátíð Molans

Molinn í Kópavogi.
Molinn í Kópavogi.

Ellefu myndir verða sýndar á stuttmyndahátíð Molans í kvöld. Þriggja manna dómnefnd mun velja bestu myndina á hátíðinni og þá verða myndirnar ellefu sem sýndar verða í kvöld hluti af "off venue" dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í október.

Stuttmyndahátíðin er hugarfóstur þeirra Birnis Jóns Sigurðssonar og Elmars Þórarinssonar sem starfa í Skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ í sumar. Auglýst var eftir myndum til sýningar á hátíðinni og bárust þrjátíu myndir af ýmsu tagi, meðal annars heimildamyndir og myndbandsverk. Ellefu voru valin til sýningar.

Dómnefnd hátíðarinnar, sem haldin er í samstarfi við RIFF, er skipuð Valdísi Óskarsdóttur, Gunnari B. Guðmyndssyni og Hilmari Guðjónssyni.

Stuttmyndahátíðin verður haldin í Molanum, Hábraut 2.