Tilkynning vegna lokunar hluta Hávegs 1-4 og Álftröð 7

Vegna framkvæmda við nýtt fjölbýlishús við Háveg og framkvæmda við nýjan leikskóla við Skólatröð hefur verið lokað tímabundið fyrir umferð á þeim hluta götunnar sem liggur við Háveg1-4 og Álftröð 7 (sjá mynd, merkt með rauðum línum).

Umferð verður áfram möguleg austan megin við bygginguna. Öryggisfulltrúar sem sjá um svæðið utan byggingasvæðis töldu lokun vera nauðsynlega af öryggisástæðum þar sem mikil umferð vörubíla vegna framkvæmdanna hefur verið um svæðið.

Áætlað er að lokað verði fram til loka september.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum skilning ykkar.

Framkvæmdadeild.

Háveg1-4 og Álftröð 7