Traðarreitur-eystri kynntur

Traðarreitur-eystri.
Traðarreitur-eystri.

Kynningarfundur um fyrirhugaða uppbyggingu á Traðarreit fer fram í Kópavogsskóla fimmtudaginn 16.janúar. Fundurinn hefst klukkan 17.00.

Á fundinum verður kynnt vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi og vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Traðarreit-eystri.

Traðarreitur-eystri afmarkast af Álfatröð í austur, Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur og Hávegi í norður. Þar standa nú átta íbúðarhús með samtal tólf íbúðum.

Í vinnslutillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en að svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði all að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200m2 atvinnuhúsnæði á jarðhæð með aðkomu frá Álfatröð.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29.janúar 2019 kl. 15.00. Athugasemdum skal skilað skriflega eða á netfangið skipulag@kopavogur.is

Smelltu hér til að skoða tillögur og gögn um Traðarreit-eystri.