Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreit

Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki verður haldinn 18.nóvember.
Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki verður haldinn 18.nóvember.

Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreitinn veður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember kl 16:30 í Kópavogsskóla. Þar verður fjallað um framvindu verkefnis við Fannborgarreit, en á næstu dögum mun verktaki hefja hreinsun innan úr húsunum á lóðum Fannborg 2, 4 og 6.

Fundinum verður streymt og er hægt að nálgast slóðina á upplýsingasíðunni Miðbær í mótun.

Nánar um fundinn:

Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreitinn. Á næstu dögum mun verktaki hefja hreinsun innan úr húsunum sem standa á lóðum Fannborgar 2, 4 og 6. Um er að ræða hreinsun innan úr húsum, undirbúning fyrir niðurrif og önnur verk sem ekki eru byggingarleyfisskyld.

Til að kynna verkferilinn nánar og svara spurningum íbúa verður haldinn upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreitinn.

Á fundinum verður fjallað um framvindu verkefnisins, næstu skref og helstu spurningum svarað. Við hvetjum íbúa svæðisins, eigendur fyrirtækja og starfsfólk eindregið til að mæta á fundinn eða fylgjast með í streymi.

Fundurinn verður haldinn:

Þriðjudaginn 18. nóvember 2025, kl. 16:30


Kópavogsskóli, Digranesvegi 15, á sal.