Utankjörfundur vegna forsetakosninga

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga hófst 25.maí.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga hófst 25.maí.

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar vegna forsetakosninga 2020 sem fram fara laugardaginn 27. júní er hafin. 

Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu eingöngu fram á 1. hæð í Smáralind frá 25. maí til og með 14. júní nk. og er opið alla daga frá kl. 10:00-19:00. Þó verður lokað sunnudaginn 31. maí og mánudaginn 1. júní nk.

Frá og með 15. júní til og með 26. júní nk. fer atkvæðagreiðslan fram á þremur stöðum á höfuðborgasvæðinu, það er á 1. hæð í Smáralind, á 2. hæð í Smáralind og undir stúkunni á Laugardalsvelli.

Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00. Þó verður lokað miðvikudaginn 17. júní.

Á kjördag, laugardaginn 27. júní verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánar um kosningar í Kópavogi.

Nánar um forsetakosningar 2020.