Kynningarfundur um deiliskipulag í Vatnsenda

Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Fimmtudaginn 7.apríl milli kl. 17 og 18 verður opinn kynningarfundur í sal Hörðuvallaskóla um deiliskipulag Vatnsendahæðar í Vatnsendahvarfi sem er í forkynningu. Þar verður tillagan á vinnslustigi kynnt og starfsfólk skipulagsdeildar ásamt skipulagsráðgjöfum svara fyrirspurnum. Fundinum verður einnig streymt.

Fundarstjóri er: Hjördís Ýr Johnson.

Jóhanna Helgadóttir arkitekt frá Arkþing og Ólafur Hermannsson frá VSÓ halda erindi á fundinum. 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 13.00 föstudaginn 22. apríl 2022.

Skoða tillögur um breytt deiliskipulag. 

Hægt er að fylgjast með í beinu streymi frá kynningarfundinum um deiliskipulag Vatnsenda.