Vel heppnað Hamraborg-Festival

Frá opnunarhátíð Hamraborg-Festival.
Frá opnunarhátíð Hamraborg-Festival.

Metaaðsókn var á Hamraborg-Festival en hátíðin var haldin í fimmta skipti dagana 29.ágúst-5.september. Hátíðin hófst með skrúðgöngu og opnunartónleikum. Gjörningakvöld var haldið í Gerðarsafni, tónleikar á Catalínu, myndlistarsýningar víða um Hamraborg og fjölmargir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri haldnir í menningarhúsum Kópavogs og víðar um miðbæinn á meðan á hátíðinni stóð.

 

"Hátíðin í ár sló öll met og það var gaman að sjá mikla þátttöku Kópavogsbúa í hinum ýmsu viðburðum, hvort sem það voru barnafjölskyldur sem léku sér í skynleiksmiðju á Listatúninu, unga fólkið sem dansaði við bílskúrsrokk beint úr 200 kóp þegar sveitin Búdrýgindi stigu á stokk á Catalinu. Íbúar og áhugafólk Hamraborgar fjölmenntu einnig á leiðsögn Óskars Arnórssonar arkitektúr sagnfræðings um ólíka stíla arkitektúrs í miðbænum sem var mjög fræðandi og skemmtilegur. Þá var skrúðgangan vel heppnuð og endaði í skrúðgöngunni endaði í trylltum dansi við sígilda tóna bæjarlistamannsins Siggu Beinteins," segja aðstandendur hátíðarinnar.

 

Sýningarstjórar lögðu að þessu sinni áherslu á grósku, aðhlynningu og ræktun. Þemað endurspeglar langtímamarkmið hátíðarinnar sem er að dýpka sambönd listamanna við samfélagið sem þeir vinna inn í. Hátíðin leitast við að varðveita og viðhalda samtali á milli ólíkrar listiðkunar, samfélags, umhverfis og arkitektúrs - innan bæjarumhverfis Hamraborgar. Annað markmið innan þema þessa árs að höfða til ólíkra áhorfenda, barna og fjölskyldna, pönkara, langtíma íbúa, nýfluttra og þeirra sem eiga leið hjá.

 

Hamraborg-Festival er styrkt af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.