Börn í skólum á Kársnesi komu saman á Rútstúni.
Nemendur leik-og grunnskóla í Kópavogi og starfsfólk skólanna fögnuðu vináttunni með ýmsum viðburðum í tilefni Alþjóðadags gegn einelti.
Ýmis konar dagskrá var í skólahverfum bæjarins en markmiðið er að stuðla að jákvæðum samskiptum og vekja athygli á mikilvægi virðingar og vináttu.
Leikskóla- og grunnskólabörn sameinuðust í göngu gegn einelti, sungu saman en dreifðum jákvæðum skilaboðum til íbúa í sínu hverfi.
Þetta er í 12.sinn sem Vináttudagur eru haldinn hátíðlegur í Kópavogi. Alþjóðadagur gegn einelti er 8.nóvember sem að þessu sinni ber upp á helgi og því var dagurinn haldinn hátíðlegur föstudaginn 7.nóvember.