Vinnuskólinn í Kópavogi

Unglingar í Vinnuskóla Kópavogs tóku þátt í að hreinsa plastrusl í sumarbyrjun 2017.
Unglingar í Vinnuskóla Kópavogs tóku þátt í að hreinsa plastrusl í sumarbyrjun 2017.

Opnað er fyrir umsóknir í Vinnuskólann í Kópavogi frá og með 1. apríl.

Undanfarnin 50 árin hefur Kópavogsbær boðið unglingum störf í Vinnuskólanum og hafa margir Kópavogsbúar stigið þar sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum.

Helstu verkefnin eru snyrting og fegrun bæjarins en elstu unglingunum býðst einnig að vinna við aðstoðarstörf hjá ýmsum stofnunum og félögum í bænum. 900 nemendur tóku þátt í Vinnuskólanum síðastliðið sumar.

Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Þeim er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu. Skólinn er þó ekki einungis vinna heldur er þar líka félagslíf, eins og í öðrum skólum.

Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Nánari upplýsingar og umsókn

Á fésbókarsíðu Vinnuskólans birtast allar tilkynningar sumarsins. Nánar má lesa sér til um Vinnuskólann hér.

Verkefnastjóri er Svavar Ó Pétursson.

Smelltu hér til að sækja um Vinnuskóla Kópavogs