Vorhreinsun í Kópavogi

Vorhreinsun fer fram í Kópavogi 4.-22.maí.
Vorhreinsun fer fram í Kópavogi 4.-22.maí.

Kópavogsbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og nærumhverfi næstu vikurnar.

Vorhreinsun fer fram í Kópavogi dagana 4. til 22.maí. Settir verða upp gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í bænum. 

Þá verður starfsfólk bæjarins á ferðinni í götum bæjarins til þess að hirða garðaúrgang. Yfirlit yfir dagsetningar hreinsunar, flokkað eftir hverfum, er að finna á vorhreinsunarsíðu bæjarins.  Garðaúrgang skal setja utan við lóðarmörk í pokum, greinaafk­lippur skal binda í knippi.  Athugið að garðaúrgangur sem settur verður við lóðamörk eftir að hreinsað hefur verið úr götunni, verður ekki fjarlægður af starfsfólki bæjarins

Opnir gámar fyrir garðaúrgang munu vera aðgengilegir á eftirfarandi stöðum 4. til 22. maí:  

 

  • Kársnes, við sundlaug Kópavogs,
  • Digranes, við íþróttahúsið Digranesi
  • Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu
  • Sala- og Kórahverfi, við Salalaug
  • Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8.

Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðarmörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgangi.

Sorpa tekur einnig við garðaúrgangi í sumar. Á virkum dögum á Dalvegi en um helgar verður móttökustaður á gamla Gustsvæðinu, ekið inn frá Arnarnesvegi fyrir ofan Lindahverfi.