Yfirmaður velferðarmála í Kópavogi í 30 ár

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs sem lét…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs sem lét af störfum í júní eftir 30 ára starf.

Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar hefur nú látið af störfum eftir 30 ára starfsferil hjá Kópavogsbæ, en hann var ráðinn til starfsins árið 1991. Þá var íbúafjöldi í Kópavogi 17 þúsund en er í dag 39 þúsund.

Eins og gefur að skilja hefur velferðarþjónusta þróast og vaxið bæði að umfangi og fjölbreytileika á þessu tímabili og endurspeglast það í ársskýrslum sem Aðalsteinn hafði veg og vanda af að gefa út á hverju ári um þjónustu velferðarsviðs.  

Á þessum tímamótum þakkar Kópavogsbær Aðalsteini fyrir vel unnin störf.