Nýju verki eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur myndlistarmann verður varpað á Kópavogskirkju fyrstu helgina í febrúar, föstudags- og laugardagskvöldið 4. – 5. febrúar.
Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.
Kosning í Okkar Kópavogi er hafin en hún stendur yfir frá miðvikudeginum 26.janúar til hádegis 9.febrúar. Þetta í fjórða sinn sem íbúar í Kópavogi geta tekið þátt í kosningu um hugmyndir bæjarbúa og forgangsraðað verkefnum innan sveitarfélagsins.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi fyrir 120 íbúa. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að heimilið verið tilbúið til notkunar árið 2026.