Fréttir & tilkynningar

Hjáleið

Skemmuvegur/Nýbýlavegur lokaður

Lokað verður fyrir alla umferð á framkvæmdasvæðinu Miðvikudaginn 16.ágúst
Aðgangur er ókeypis.

Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa 17. ágúst

Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi verður haldin næstkomandi fimmtudag 17. ágúst í Salnum við Menningarhúsin. Sýningin verður frá 17:00 – 19:00 þar sem listamenn sumarsins stíga á stokk hver á eftir öðrum.
Frá undirritun Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag. Frá vinstri: Dagur B. Eggertsson borgars…

Loftslagsstefna höfuðborgarsvæðisins

Bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, borgarstjóri og framkvæmdastjóri SSH undirrituðu formlega loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag.
Vegfarendum sem leið eiga um Vatnsendaveg er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og A…

Lokun á Vatnsendavegi 16. ágúst

Miðvikudaginn 16. ágúst frá kl 9:00 til 17:00 verður Vatnsendavegi lokað á milli hringtorga við Akurhvarf/Elliðahvammsveg og Álfkonu-/Breiðahvarfs vegna malbiksframkvæmda.
Skólagerði verður lokað í báðar áttir milli húsa nr. 1 og 6

Lokun gatna 14. - 16. ágúst á Kársnesi

Vegna viðgerða á vatnsveitulögnum verður Skólagerði lokað í báðar áttir milli húsa nr. 1 og 6 frá mánudegi 14. ágúst til miðvikudags 16. ágúst.
Endurmenntun er í öndvegi í upphafi nýs skólaárs og fjölmörg námskeið voru í boði fyrir kennara.

Endurmenntun í öndvegi í upphafi nýs skólaárs

Námskeið fyrir grunnskólakennara í Kópavogi voru haldin í sjöunda skipti í ár en þau hafa verið haldin síðan 2017 í þessu formi.
Veggurinn er staðsettur á móti hringtorgi sunnan megin við Kópavogsskóla,

Fuglamamma tekur á móti ungunum í Kópavogsskóla

Nýtt vegglistaverk prýðir nú Kópavogsskóla en verkefnið er styrkt af lista- og menningaráði Kópavogs. Listaverkið er eftir myndlistarmanninn Arnór Kára Egilsson.
Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau.

Fjölbreytt námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla

Námskeið fyrir almennt starfsfólk í grunnskólum í Kópavogi voru haldin 2. og 3. ágúst í Salaskóla. Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau. Þetta er í þriðja skiptið sem námskeið eru haldin fyrir almenna starfsmenn í grunnskólum.
Röskun á köldu vatni í Smárahverfi.

Röskun á köldu vatni 4. ágúst

Vegna bilunar í vatnslögn má búast við að röskun verði á köldu vatni í Smárahverfi meðan á viðgerð stendur. Að svo stöddu er ekki vitað nákvæmlega um áhrif röskunarinnar (tíma og staðsetningu). Beðist er velvirðingar á óþægindunum.
Tvískipt tunna fyrir pappa og plast er jafn stór tvískiptu tunnunni sem var dreift fyrr í sumar fyr…

Hægt að sækja um tvískipta tunnu fyrir pappa og plast

Hægt er að sækja um að fá tvískipta tunnu fyrir pappa og plast við sérbýli. Dreifing mun fara fram milli 4. og 15. september. Beiðni þarf að hafa borist fyrir 29. ágúst 2023 til að fá tunnuna afhenta á þessum tíma.