23.02.2016
Húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogs
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þriðjudaginn 23. febrúar lagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram tillögu fyrir hönd meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar að farið verði í breytingar á húsnæði bæjarskrifstofa Kópavogs sem rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar. Tillagan var samþykkt með 9 atkvæðum af 11 í bæjarstjórn Kópavogs.