21.01.2016
Nýr leikskólastjóri á Kópahvoli
Þóra Júlía Gunnarsdóttir sem gegnt hefur starfi leikskólastjóra Kópahvols í 30 ár lét af störfum í janúar en hún hefur unnið í leikskólum Kópavogs í 34 ár eða frá því hún lauk námi. Við hennar starfi tekur Linda Hrönn Þórisdóttir, en hún hefur víðtæka reynslu af starfi í leikskóla sem og stjórnunarstörfum.