Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Kópavogs fór fram þriðjudaginn 14. júní. Á dagskrá fundarins var meðal annars ráðning bæjarstjóra og kosning í ráð og nefndir.
Landsréttur kvað upp dóm í Vatnsendamáli í dag. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms að því er varðar eignarnám bæjarins árið 2007 en staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að öðru leyti og sýknaði Kópavogsbæ þannig af öllum dómkröfum í málinu.
Mánudaginn 23. maí sl. undirrituðu Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ingunn Ingimarsdóttir framkvæmdarstjóri Memaxi efh. áskriftarsamning um notkun Memaxi á heimilum fatlaðs fólks í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður bæjarráðs.
Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 24. maí og var síðasti fundur kjörtímabilsins.
Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, er Bæjarlistamaður Kópavogs 2022. Valið var tilkynnt í Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 19. maí. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi bauð gesti velkomna og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs kynnti tilnefningu bæjarlistamanns. Páll Marís Pálsson varaformaður lista- og menningarráðs færði Guðjóni svo viðurkenningarskjal og blómvönd.