Mikið hefur mætt á snjómokstri undanfarið og hafa öll tæki verið úti og sinnt mokstri á götum og stígum eftir þeirri áætlun sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ. Rigning og hlýindi breyta aðstæðum til hreinsunar gatna en sem fyrr eru öll tæki og mannskapur úti og verkefnin næg.
Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 20.febrúar en hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Ljóðstafinn hlaut Brynja Hjálmsdóttir fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei.