Fréttir & tilkynningar

AUGLÝST EFTIR BÆJARLISTAMANNI 2022

AUGLÝST EFTIR BÆJARLISTAMANNI 2022

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum eða ábendingum um bæjarlistamann Kópavogs.
Tillögur að Vatnsendahvarfi. Mynd/Arkþing Nordic.

Nýtt hverfi á Vatnsendahæð í mótun

Á Vatnsendahæð í Kópavogi er gert ráð fyrir að rísi íbúðahverfi með um 500 íbúðum, nýjum leikskóla, góðum útivistarsvæðum og verslun á þjónustu.
Stelpur að mála

Úthlutun á leikskólaplássum fyrir haustið 2022

Úthlutun leikskólaplássa fyrir komandi leikskólaár er hafin.
Kópavogsskóli við Digranesveg.

Hluta Kópavogsskóla lokað vegna myglu

Hluta Kópavogsskóla verður lokað vegna myglu frá og með 18. mars. Nemendur í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann.
Sorphirða í fannfergi í Kópavogi.

Sorphirða í snjóþyngslum

Sorphirða hefur gengið vel miðað við erfiðar aðstæður undanfarið. Tæming er nú tveimur dögum á eftir áætlun sorphirðudagatals.
Þóra Ágústa Úlfsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

Nýtt húsnæði fyrir fatlað fólk vígt í Kópavogi

Sjö íbúða húsnæðiskjarni við Fossvogsbrún í Kópavogi var vígður í dag. Auk íbúða er sameiginleg sólstofa í húsnæðinu og aðstaða fyrir starfsfólk.
Aðstæður eru víða erfiðar sem sjá má.

Hreinsun gatna við erfiðar aðstæður

Mikið hefur mætt á snjómokstri undanfarið og hafa öll tæki verið úti og sinnt mokstri á götum og stígum eftir þeirri áætlun sem unnið er eftir hjá Kópavogsbæ. Rigning og hlýindi breyta aðstæðum til hreinsunar gatna en sem fyrr eru öll tæki og mannskapur úti og verkefnin næg.
Arnarnesvegur

Streymisfundur um Arnarnesveg

Tillaga að nýju deiliskipulagi Arnarnesvegar, 3. áfanga, verður kynnt á streymisfundi fimmtudaginn 3. mars.
Bæjarstjóri Kópavgs ásamt hópnum sem hlaut viðurkenningu fyrir 25 ára störf í þágu bæjarins.

Fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starf

24 starfsmenn voru heiðruð fyrir 25 ára starf hjá Kópavogsbæ við hátíðlega viðhöfn í Salnum.
Brynja Hjálmsdóttir handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör 2022.

Brynja Hjálmsdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 20.febrúar en hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Ljóðstafinn hlaut Brynja Hjálmsdóttir fyrir ljóðið Þegar dagar aldrei dagar aldrei.