Kópavogsbúum stendur nú til boða að koma með hugmyndir og ábendingar um framtíðarsýn þeirra fyrir Kópavogsdal. Unnið er að heildarsýn fyrir dalinn og er samráð við íbúa bæjarins liður í þeirri vinnu.
Kópavogsdalur skipar mikilvægan sess í útivist og íþróttalífi bæjarins og veitir dalurinn og aðliggjandi svæði Kópavogsbúum ómetanleg lífsgæði. Íbúar geta sett inn tillögur á vef verkefnisins í fimm flokkum: Náttúra, afþreying og útivist, stígar og tengingar, íþróttasvæði og annað.
Söfnunin fer fram á svæði Kópavogs á Betra Ísland og er opin 15.-29.nóvember.
Nánar um verkefnið
Setja inn hugmynd