Snjómokstur í Kópavogi

Snjómokstur í Kópavogi í desember 2014.
Snjómokstur í Kópavogi í desember 2014.

Ný kort sem sýna snjómokstur í Kópavogi eru komin á heimasíðu bæjarins. Kortin sýna hvaða leiðir eru í forgangi í mokstri og söndun gatna í bænum. Almennt er fyrst hreinsað á aðalgötum og akstursleiðum strætisvagna og síðan farið í íbúðahverfi. Hreinsun göngustíga byrjar við skóla en einnig eru aðalgöngustígar í forgangi.

Vinna hefst vanalega um fjögur og tekur um átta tíma að hreinsa bæinn. Þegar þörf er á er unnið allan sólarhringinn.

Kortin eru hér að neðan:

Snjómokstur og söndun gatna

Rauðar og bláar götur eru í forgangi og stefnt er að því að búið sé að moka þær fyrir kl. 8.00. Aðrar götur eru mokaðar eftir því sem aðstæður leyfa.

Snjóhreinsun og söndun götuleiða

Rauðir stígar eru hjólaleiðir sem eiga að vera greiðar fyrir kl. 8.00. Bláir stígar eru gangstígar sem eiga að vera klárir fyrir kl. 8.00. Næst í forgangsröðinni eru grænir göngustígar. Aðrar stígar í bænum eru síðan mokað eftir því sem aðstæður leyfa.

Nánari upplýsingar hér.