Fréttir & tilkynningar

Myndirnar sýna tillöguna sem varð hlutskörpust, Tendra arkitektar unnu tillöguna fyrir Klasa.

Tillaga Klasa að Dalvegi 1 hlutskörpust

Fasteignafélagið Klasi á bestu tillögu að þróun lóðar að Dalvegi 1 að mati valnefndar Kópavogsbæjar. Nefndinni þótti tillaga Klasa hafa skýra tengingu við heildarsýn Kópavogsdals og húsnæði sem lagt er til að verði reist á Dalvegi bjóða upp á fjölbreytta starfsemi.
Munum að flokka rétt um jólin.

Sorphirða um jól og áramót

Sorphirða hliðrast um hátíðarnar og eru íbúar hvattir til þess að nýta sér grenndarstöðvar ef þarf.
Kristín Gísladóttir og Sigurður Þorsteinsson en þau eru eigendur Jólahúss Kópavogs í ár.

Jólahús Kópavogsbæjar 2025 er Reynihvammur 39

Kópavogsbær þakkar fyrir allar ábendingarnar sem bárust og sendir hlýjar kveðjur til allra þeirra sem fegra bæinn okkar með fallegu jólaljósunum sem nefndin sá vítt og breitt við ákvörðunartökuna í ár.
Desember í Kópavogi.

Akstursþjónusta Kópavogs um jól og áramót 2025/2026

Akstur á stórhátíðardögum um jól og áramót 2025/2026 fyrir fólk með fötlun og eldra fólk verður sem hér segir:
Hér má sjá stykþega ásamt formanni nefndarinnar og nefndinni. 
Ljósmynd: Sigríður Rut Marrow

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs

Úthlutun styrkja úr Lista- og menningarsjóði Kópavogs fór fram í gær, þann 3. desember í Salnum.
Frá vinstri: Kristján Jónatansson rekstrarstjóri Breiðabliks, Þórey Edda Elísdóttir, Verkís, Tanja …

Endurnýjuð Fífa tekin í notkun

Knattspyrnuhöllin Fífan hefur verið tekin í notkun á ný eftir umfangsmiklar framkvæmdir. Í framkvæmdum fólst að skipt var um hitalagnir, tartanefni í hlaupabraut og gervigras. Nýja gervigrasið er án innfylliefna og Fífan er því fyrsti gervigrasvöllur landsins í fullri stærð með innfyllilaust gervigras, sem er umhverfisvæn lausn.
Gunnlaugur og Höskuldur

Leiða gesti í gegnum laufabrauðsskurð

Feðgarnir Höskuldur og Gunnlaugur ætla að leiða gesti í gegnum laufabrauðsskurð og steikja afraksturinn í Safnaðarheimili Kópavogskirkju laugardaginn 13. desember frá 11 til 13.
Verulega hefur verið aukið við skammdegislýsingu í ár.

Kópavogur lýstur upp

Aukið hefur verið verulega í skammdegis- og jólalýsingu í Kópavogi í ár. Bætt var við lýsingu í efri byggðum en þar hefur ekki verið mikil lýst upp til þessa. Ljósastaurar við Vatnsendaveg eru nú skreyttir auk þess sem göngubrú er ljósum prýdd svo dæmi séu tekin.
Íbúafundur um Kársnesstíg.

Kynningartími um Kársnesstíg framlengdur

Kynningartími um vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi um Kársnesstíg hefur verið framlengdur til 23. janúar.
Tendrað á jólatrénu

Tendrað á jólatré Kópavogsbæjar

Það var mikið hlegið, dansað og föndrað í dag í og við Menningarhúsin í Kópavogi á aðventuhátíðinni.