10.05.2025
Risakaka og barnamenning
Fjölmargir lögðu leið sína á afmælishátíð í Kópavogi í dag sem haldin er í tilefni 70 ára afmælis bæjarins. Í Smáralind var boðið upp á afmælisköku af stærri gerðinni, blöðrur og Samkór Kópavogs söng afmælissönginn og fleiri lög.