26.08.2025
Litli Steinn eins og nýr
Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins. Þar eru nú glæný leiktæki sem gleðja yngstu kynslóðina en þar má nefna rólur, rennibraut og lítinn kastala. Svokallaðri tónlistarstofu hefur verið komið fyrir á lóðinni en þar geta börnin leikið á litrík hljóðfæri undir berum himni.