28.10.2016
Áningarstaður í Kórahverfi vígður
Áninga- og útsýnisstaður í Kórahverfi vestan við Fjallakór hefur verið tekinn í notkun. Staðurinn er hugmynd frá íbúa, Maríu Maríusdóttur, sem var valinn af íbúum Kópavogs í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur. Áningarstaðurinn er fyrsta verkefnið úr Okkar Kópavogi sem tekið er formlega í notkun.