02.09.2016
Aðgengi í tengslum við Bieber-tónleika
Undirbúningur vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi 8.og 9. september er í fullum gangi. Lokað verður fyrir umferð í nánasta umhverfi við Kórinn á tónleikadögunum, fyrir aðra en íbúa. Þeir fá umferðapassa sem dreift verður í hús 5. september.