21.09.2016
Félagslegar leiguíbúðir seldar til íbúa
Kópavogsbær seldi nýverið íbúð til íbúa sem var leigjandi í félagslega íbúðarkerfi bæjarins. Salan er sú fyrsta sem unnin er í samræmi við tillögur starfshóps í húsnæðismálum sem kynntar voru á síðasta ári. Starfshópurinn lagði til að leigjendur í félagslega íbúðakerfinu gætu keypt húsnæðið sem þeim hefði verið úthlutað ef tekjur leigjanda færu yfir viðmiðunarmörk.