Fréttir & tilkynningar

Kynning á rannsókn um spjaldtölvur í Kópavogi.

Kynning á spjaldtölvurannsókn

Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir kynntu rannsókn sína á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs fyrir stjórnendum í leik- og grunnskóla á morgunfundi
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðum vegi.

Þriðji áfangi Arnarnesvegar í útboð

Vegagerðin býður út þriðja áfanga Arnarnesvegar (411-07) milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist sumarið 2023 og áætlað er að verkinu ljúki haustið 2026.
Spjaldtölvur voru innleiddar í kennslu í Kópavogi 2015.

Notkun spjaldtölva í námi rannsökuð

Rannsóknarskýrsla um innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar á árunum 2015 – 2020 er komin út. Skýrslan er unnin af Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á árunum 2021 - 2022.
Bókasafn Kópavogs fagnar stórafmæli 15. mars.

Afmælishátíð 15. mars

Miðvikudaginn 15. mars eru 70 ár liðin frá stofnun Bókasafns Kópavogs. Afmæli Bókasafns Kópavogs verður fagnað með pompi og prakt á sjálfum afmælisdeginum.
Úthlutun í leikskóla fyrir haustið 2023 hefst 15. mars.

Úthlutun í leikskóla fyrir haustið 2023

Úthlutun leikskólaplássa fyrir börn sem fædd eru árið 2021 og fyrr hefst um miðjan mars.
Íbúar eru ánægð með Kópavog sem stað til að búa á.

Ánægð að búa í Kópavogi

89% íbúa eru ánægð með Kópavogsbæ sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum.
Unnið er að innleiðingu á grænkerafæði í skólum í Kópavogi.

Grænkera valkostur innleiddur

Frá og með 1.mars er hægt að velja grænkerafæði í skólum í Kópavogi, þegar foreldrar skrá börn sín í mat í skráningarkerfi mötuneyta. Komið hefur verið á móts við óskir grænkera í skólum bæjarins til þessa með óformlegri hætti.
Fjöldi gesta mætti á Barnamenningarhátíð í Kópavogi.

Metaðsókn í Menningarhúsin

Árið 2022 sóttu 282.000 gestir menningarhús Kópavogsbæjar heim sem er 48% aukning frá árinu áður.
Fjölmörg áhugasöm mættu á fyrirlestur Virkni og vellíðan.

Fræðsluerindi um jafnvægi

Fjallað var um jafnvægi og mikilvægi þess á fyrsta fræðsluerindi annarinnar hjá Virkni og vellíðan.
Bókasafn Kópavogs verður 70 ára í mars.

Bókasafnið fagnar sjötugsafmæli

Bókasafn Kópavogs fagnar 70 ára afmæli þann 15. mars næstkomandi.