Þriðjudaginn 27. júní næstkomandi verður í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar haldinn viðburðurinn Líf í lundi, þar sem hvatt er til hreyfingar og samveru, skógar- og náttúruupplifunar. Líf í lundi verður nú haldið í sjötta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudaginn 13. júní, að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks.
Vinnuskólinn í Kópavogi er hafinn þetta sumarið. Í ár eru um 1.300 nemendur skráðir til leiks sem er svipaður fjöldi og sumarið í fyrra. Fjörtíu flokkstjórar starfa hjá Vinnuskólanum.