Fréttir & tilkynningar

Búast má við að röskunin verði mest á Kársnesbraut og Holtagerði.

Kársnes - Röskun á afhendingu á köldu vatni 7. ágúst

Vegna viðgerðar verður röskun á afhendingu á köldu vatni á vestanverðu Kársnesi í dag 07.08.2024.
Hægt verður að aka hjáleið um Kársnesbraut, Nesvör og Norðurvör á meðan framkvæmdum stendur.

Lokunartilkynning Vesturvör 7. ágúst

Vegna malbiksframkvæmda verður Vesturvör á milli Hafnarbrautar og Norðurvarar lokuð á milli 9:00 og 14:00 miðvikudaginn 7. ágúst. Hægt verður að aka hjáleið um Kársnesbraut, Nesvör og Norðurvör á meðan framkvæmdum stendur.

Röskun á afhendingu á köldu vatni 2. ágúst

Vegna viðgerðar verður töluverð röskun á afhendingu köldu vatni á Kársnesinu 02.08.2024. Lokunin verður mest í Sæbólshverfinu, Hraunbraut, Hófgerði, Kastalagerði og Skólagerði. Vonast er til að viðgerð gangi vel en búast má við röskun fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

Tilkynning um förgun gáma og annarra lausafjármuna

Á geymslusvæði á vegum Kópavogsbæjar hafa safnast upp gámar og aðrir lausafjármunir sem fjarlægðir hafa verið af hálfu heilbrigðisnefnd sveitarfélagsins. Nú stendur til að farga greindum gámum og lausafjármunum sem enn eru staðsettir á geymslusvæði Kópavogsbæjar og hefur enn ekki verið vitjað.

Lokað fyrir kalt vatn á Vatnsenda 30. júlí

Vegna viðgerða 30. júlí 2024 þarf að loka fyrir kalt vatn og því gæti orðið truflun á afhendingu vatns á Vatnsenda.  Vonast er að viðgerð gangi vel og fljótt. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.
Heita­vatns­laust við Álfhólsveg og nágrenni

Heitavatnslaust við Álfhólsveg og nágrenni

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust við Álfhólsveg og gæti valdið þrýstingsfalli í nágrenni. mið 10. júlí
Lokað fyrir kalt vatn

Lokað fyrir kalt vatn 10.júlí.

Lokað fyrir kalt vatn í Lundarbrekka, Þverbrekka, Selbrekka
Lokunartilkynning Smiðjuvegur 8. júlí

Lokunartilkynning Smiðjuvegur 8. júlí

Áformað er að hefja umfangsmiklar malbiksviðgerðir á Smiðjuvegi mánudaginn 8.júlí.
Hjáleiðir vegna malbikunarframkvæmda

Lokað vegna malbiksframkvæmda

Mánudaginn 8. júlí millil kl. 9:00 og 13:00 er fyrirhugað að malbika Breiðahvarf á milli Vatnsendavegar og Funahvarfs.
Lokanir vegna malbikunarframkvæmda

Malbikunarframkvæmdir(nótt) 5-6. júlí

Föstudagskvöldið 5. júlí er stefnt á að fræsa og malbika á Hafnarfjarðarvegi á milli Arnarnesvegar og Nýbýlavegar.