Fréttir & tilkynningar

Lokunartilkynning Borgarholtsbraut

Vegna breytinga á gönguþverun á Borgarholtsbraut verður nauðsynlegt að loka akreinum.

Kársnesbraut-Þrenging götu og einstefna

Áframhald á vinnu við endurnýjun lagna milli Kársnesbrautar 61 til 89 mun standa yfir fram í desember.

Opið hús vegna kynningar á nýjum leikskóla við Skólatröð

Opið hús vegna kynningar á nýjum leikskóla við Skólatröð verður haldinn miðvikudaginn 19. október, milli 17 og 18.00.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13.

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 12. október, milli kl. 17:00-18:00

Fyrirhugað er að leggja malbik föstudaginn 7. október

Fyrirhugað er að leggja malbik á Hlíðarhjalla á milli gatnamóta við Dalveg og Fífuhjalla föstudaginn 7. október ef veður leyfir.

Lokun á reiðstíg vegna vatnsveituframkvæmda

Vatnslögn verða lögð í götuna neðan við Vatnsendablett 20 og 710 til 713.
Gjaldskrárbreyting verður hjá strætó 1. október.

Gjaldskrárbreytingar Strætó

Þann 1. október mun ný gjaldskrá Strætó taka gildi. Gjaldskráin var samþykkt á fundi stjórnar félagsins 16. september síðastliðinn og nemur hækkunin 12,5 %.

Lokun Hlíðarhjalla

Fyrirhugað er að leggja malbik á Hlíðarhjalla á milli gatnamóta við Dalveg og gatnamóta við Fífuhjalla föstudaginn 30. september ef veður leyfir, og mun framkvæmdin standa yfir frá kl. 9:00 til 15:00.
Lokun á Skógarlind

Lokun - Skógarlind

Fyrirhugað er leggja malbik á Skógarlind milli Dalvegar 6-8 (Kraftvélar) og gatnamóta við Skógarlind 2 (Krónan/Elkó) ef veður leyfir, miðvikudaginn 28. september og mun gatan verða lokuð fyrir umferð á meðan framkvæmdin stendur yfir frá kl. 9:00 til 15:00. Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Fífuhvammsveg og Dalveg á meðan framkvæmdum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.
Kópavogsbær.

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040

Í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með vakin athygli á afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs á tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir leikskólalóð við Skólatröð (S-6).