Tveir grunnskólar, frístund og félagsmiðstöð og þrír leikskólar munu bætast í hóp Réttindaskóla í Kópavogi. Fulltrúar skólanna og UNICEF skrifuðu undir samning um innleiðinguna í vikunni að viðstöddum bæjarstjóra Kópavogs og menntasviði bæjarins.
Verksja.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Yfirlitskort, staða framkvæmda, umfang, áætluð verklok, myndefni og ýmiss annar fróðleikur.