Fréttir & tilkynningar

Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson nýr bæjarstjóri

Ármann Kr. Ólafsson var á fundi bæjarstjórnar í kvöld kjörinn bæjarstjóri Kópavogs. Nýr meirihluti sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Y-Lista Kópavogsbúa tók á þeim sama fundi við stjórnartaumunum í bænum.
Fjölmargir lögðu leið sína á menningarholtið í Kópavogi á Safnanótt.

Góð aðsókn að Safnanótt

Góð aðsókn var á Safnanótt í Kópavogi á föstudagskvöld en fimm söfn á menningarholti bæjarsins buðu afar fjölbreytta dagskrá. Safnanótt er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en tilgangurinn er að vekja athygli á því mikla starfi sem fram fer í söfnum á svæðinu.
Jenna Katrín og Aron Daði flytja sigurlagið

Keppa fyrir hönd MK

Urpið, söngkeppni NMK (nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi) fór fram, í Salnum 8. febrúar sl. Margir efnilegir söngvarar stigu á stokk en Aron Daði Þórisson og Jenna Katrín Kristjánsdóttir báru sigur úr býtum og keppa fyrir hönd MK í Söngkeppni framhaldsskólanna, á Akureyri í apríl.

Málefnasamningur 2010

Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hefur nú verið samþykktur. Í honum er tekið fram að hann sé grundvallaður á stefnuskrám flokkanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 en hann taki jafnframt mið af því að hann sé gerður á miðju kjörtímabili.

Þrír flokkar mynda nýjan meirihluta í Kópavogi

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Y-Lista Kópavogsbúa hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi, undirritað málefnasamning og samkomulag um skiptingu embætta. Bæjarstjóraskipti fara fram á bæjarstjórnarfundi nk. þriðjudag, 14. febrúar og á sama tíma tekur nýi meirihlutinn formlega við.
Gestir og gangandi fá hlýjar móttökur

Fjölbreytt dagskrá á Safnanótt í Kópavogi

Vélaballett, rússneskur barnakór, erindi um myrk öfl og herkænskuleikur er meðal þess sem verður í boði á Safnanótt í Kópavogi, föstudagskvöldið 10. febrúar. Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Tónlistarsafn Íslands og ungmennahúsið Molinn verða með fjölbreytta dagskrá fyrir gesti og gangandi frá kl. 19:00 til 24:00. Allir eru velkomnir og frítt er á alla viðburði.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Sesselja Hauksdóttir ásamt leikskólabörnum frá leikskólanum Marbakka.

Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í dag

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur í dag, 6. febrúar, og af því tilefni færðu leikskólabörn úr Marbakka þeim Sesselju Hauksdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar Kópavogsbæjar, og Önnur Birnu Snæbjörnsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs plakat með upplýsingum um leikskólastarfið.