
14.07.2020
Fréttir
Gangandi í forgangi
Ný umferðaljós og merkingar við gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar hafa verið tekin í notkun. Öryggi vegfarenda var haft að leiðarljósi við framkvæmdina en foreldrar á Kársnesi hafa óskað eftir auknu umferðaröryggi gangandi á þessum gatnamótum þar sem þau eru í gönguleið skólabarna.