Vinnuskólinn í Kópavogi er hafinn þetta sumarið. Í ár eru um 1.300 nemendur skráðir til leiks sem er svipaður fjöldi og sumarið í fyrra. Fjörtíu flokkstjórar starfa hjá Vinnuskólanum.
Kóraskóli er heiti á nýjum skóla fyrir 8. til 10.bekk í Kórahverfi í Kópavogi. Skólinn er til húsa i Vallakór og var áður unglingadeild Hörðuvallaskóla.
Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla.
Frá og með mánudeginum 5. júní 2023 verður hafist handa við viðgerð á miðlunargeymi Vatnsveitu Kópavog að Heimsenda. Þetta mun leiða til þess að rýmdin í geyminum verður aðeins 50%.
Tunnuskipti eru hafin í fjölbýlishúsum Kópavogs. Ef reynslan sýnir að breyta þarf samsetningu á úrgangstunnum eða körum í sorpgeymslum í fjölbýli er hægt að sækja um breytingu.