Fréttir & tilkynningar

Bleikur október nær hápunkti 20.október.

Bleikur dagur 20.október

Árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem stendur í október nær hápunkti 20.október, á bleikum degi. 
Hressir þátttakendur í Vatnsdropanum.

Lokakvöld Vatnsdropans

"Það er búið að vera ótrúlega gaman að vera í þessu verkefni," segja hin 12 ára Friðrika Eik og Kristoffer Finsen sem hafa tekið þátt í verkefninu Vatnsdropinn en það er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogsbær á frumkvæði að og hefur unnið með H.C. Andersen safninu í Danmörku, Múmín safninu í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.
Forvarnarvika í Kópavogi.

Vel sótt forvarnarvika

Í tengslum við Forvarnardaginn sem haldinn var hátíðlegur 4. október stóðu félagsmiðstöðvar í Kópavogi fyrir Hinsegin viku.
Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.

Auglýsing um lóð við Bláfjöll

Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.
Foreldrum og forsjáraðilum er boðið upp á fræðslu.

Hinsegin málefni til umræðu

Hinsegin málefni verða rædd á fræðslufundi félagsmiðstöðva í Kópavogi sem haldinn er í tilefni forvarnardagsins 4. október. Fundurinn verður í Salaskóla og hefst klukkan 17.00.
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki og ábendingum til viðurke…

Viðurkenningar og styrkir jafnréttis- og mannréttindaráðs

Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki og ábendingum til viðurkenninga.
Hópurinn hitti forseta Íslands í heimsókn sinni til landsins.

Börn frá austurströnd Grænlands læra sund í Kópavogi

Hópur barna frá austurströnd Grænlands dvelur um þessar mundir í Kópavogi til að læra sund. Í gær varð hópurinn þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn að Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti börnunum, kennurum og skipuleggjendum ferðarinnar.
Kaldavatnslaust er í hluta Kópavogs.

Vatn komið á

Vatn er komið á í þeim hverfum sem voru kaldavatnslaus. Athugið að loft getur verið í lögnum.
Þríhnúkagígur genginn.

Ganga um Þríhnúkagíga

Boðið er upp á göngu að Þríhnúkum í Íþróttaviku Evrópu, laugardaginn 30.september. Hist er við Breiðabliksskála í Bláfjöllum kl.10.00.
Haust í Guðmundarlundi.

Haustlitaganga í Guðmundarlundi

Efnt er til haustlitagöngu í Guðmundarlundi fimmtudaginn 28.september kl. 17.00. Aðgangur ókeypis.