Fréttir & tilkynningar

Ingibjörg Gréta Gísladóttir og Soffía Karlsdóttir.

Kynntu Vatnsdropaverkefnið á alþjóðlegri ráðstefnu

Hið umfangsmikla barnamenningarverkefni Vatnsdropinn var meðal menningarverkefna sem kynnt voru á alþjóðlegu ráðstefnunni Communicating the Arts sem haldin var í tuttugasta og fimmta skipti dagana 17.-20. júní í Rijksmuseum í Amsterdam.
Árlega er lögð fyrir könnun Rannsóknar og greiningar meðal grunnskólanemenda í 8., 9. og 10. bekk.

Sterk staða í forvörnum, námi og líðan unglinga

Niðurstöður nýrrar rannsóknar Rannsókna og greiningar meðal nemenda í 8.–10. bekk í grunnskólum Kópavogs sýna sterka stöðu í forvörnum, námi og líðan.

Lokunartilkynning vegna malbikunarframkvæmda

Fimmtudaginn 19. júní frá kl. 9:00 til um það bil 17:00 mun Dalvegur við Hlíðarhjalla verða lokaður.
Myndin sýnir framkvæmdasvæði.

Hafnarkantur færður til

Kópavogsbær vinnur nú að færslu á hafnarkanti á 80 m kafla við smábátahöfnina til að skapa rými fyrir göngu- og hjólaleið meðfram smábátahöfninni eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Gestir á Rútstúni.

17. júní fagnað í Kópavogi

Kópavogsbúar létu rigningu ekki á sig fá og fjölmenntu á glæsileg hátíðarhöld í tilefni 17.júní.

Lokunartilkynning fyrir miðvikudaginn 18. júní

Miðvikudaginn 18. júní frá kl. 9:00 til 16:00 er áformað að malbika Austurkór
Sundlaugapartý verður í Kópavogslaug 16.júní.

Sundlaugapartý í Kópavogslaug

Félkó og Molinn bjóða unglingum og ungmennum í sundlaugarpartý mánudaginn 16. Júní kl. 20-21 í Kópavogslaug.
Á myndinni eru fyrirliði Breiðabliks, Agla María Albertsdóttir og fyrirliði HK, Ísabella Eva Aradót…

Kópavogsbúum boðið á sögulegan leik í kvennaboltanum

Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.
Á myndinni eru frá vinstri: Steinar Guðmundsson, Friðrik Baldursson, Ásdís Kristjánsdóttir, Iðunn E…

Bryndísarbekkir settir upp í Kópavogi

Bekkur við Salalaug sem settur er upp til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur hefur verið tekinn í notkun. Foreldrar Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, afhjúpuðu bekkinn ásamt Vigdísi, systur Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum í ágúst síðastliðnum eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt.

Lokunartilkynning fyrir fimmtudaginn 12. júní

Fimmtudaginn 12. júní verða lokanir vegna malbiksframkvæmda á eftirfarandi götum ef veður leyfir