Hinsegin málefni verða rædd á fræðslufundi félagsmiðstöðva í Kópavogi sem haldinn er í tilefni forvarnardagsins 4. október. Fundurinn verður í Salaskóla og hefst klukkan 17.00.
Hópur barna frá austurströnd Grænlands dvelur um þessar mundir í Kópavogi til að læra sund. Í gær varð hópurinn þess heiðurs aðnjótandi að vera boðinn að Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tók á móti börnunum, kennurum og skipuleggjendum ferðarinnar.