Bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, borgarstjóri og framkvæmdastjóri SSH undirrituðu formlega loftlagsstefnu höfuðborgarsvæðisins í dag.
Nýtt vegglistaverk prýðir nú Kópavogsskóla en verkefnið er styrkt af lista- og menningaráði Kópavogs. Listaverkið er eftir myndlistarmanninn Arnór Kára Egilsson.
Námskeið fyrir almennt starfsfólk í grunnskólum í Kópavogi voru haldin 2. og 3. ágúst í Salaskóla. Námskeiðin voru valkvæð og vel mætt var á þau. Þetta er í þriðja skiptið sem námskeið eru haldin fyrir almenna starfsmenn í grunnskólum.
Hægt er að sækja um að fá tvískipta tunnu fyrir pappa og plast við sérbýli. Dreifing mun fara fram milli 4. og 15. september. Beiðni þarf að hafa borist fyrir 29. ágúst 2023 til að fá tunnuna afhenta á þessum tíma.
Skapandi sumarstörf efndu til uppskeruhátíðar í ungmennahúsinu Molanum fimmtudaginn 27. júlí og gátu gestir skoðað afrakstur listhópanna frá 17 - 20. Í ár er 18. sumarið sem ungt listafólk starfar á vegum Kópavogsbæjar í skapandi verkefnum.
Fjölmargar hugmyndir voru settar fram í hugmyndasöfnun um nýja ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs. Hugmyndum var safnað rafrænt undir heitinu Menningarmiðja Kópavogs fyrir þrjú svæði, upplifunar og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs, útisvæði við menningarhúsin og Hálsatorg.