Ungir sýningarstjórar á aldrinum 8-14 ára opna listsýninguna Draumaeyjan okkar á vegum Vatnsdropans á laugardaginn kemur, 13. maí á Bókasafni Kópavogs kl. 13.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar verksamnings við verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher um byggingu Kársnesskóla við Skólagerði.
Íbúar í Kópavogi hafa verið duglegir að taka til hendinni í görðum síðan vorhreinsun hófst. Til þess að bregðast við hefur tveimur gámum verið bætt við, í Víðigrund hjá Skólagörðunum og í Fífuhvammi.
Upplýsingar um fjölbreyttar gönguleiðir í landi Kópavogs hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vefsíðu Kópavogsbæjar og á gönguleiðaforritinu Wikiloc undir heitinu Kópavogsgöngur.
Fléttan – farsæld barna í Kópavogi var þema starfsdags mennta- og velferðarsviðs og var markmiðið að tengja fólk saman og kynna fjölbreytta starfsemi sviðanna til að efla samstarf í kringum börn og fjölskyldur, auðvelda samþættingu þjónustu og ýta undir farsæld barna í Kópavogi.
Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 30.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, á föstudeginum 28. apríl og laugardaginn 29. apríl.