Fréttir & tilkynningar

Svæðið þar sem verður heitavatnslaust 8.-9.nóvember.

Heitavatnslaust í Kópavogi 8.nóvember

Heitavatnslaust verður í öllum Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti í Reykjavík frá kl. 22.00 þann 8. nóvember fram á nótt. Stefnt er að því að byrja að hleypa heitu vatni á kl. 03:00 um nóttina og ættu þá allir íbúar á svæðinu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting kl. 07.00 um morguninn 9. nóvember.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu headspace við undirritun sam…

Bergið headspace og Molinn í samstarf

Kópavogsbær og Bergið headspace hafa undirritað samstarf um ráðgjafaþjónustu í Molanum, miðstöð unga fólksins.
Úr haustfríi á Baugi.

Haustfrí í leikskólum Kópavogsbæjar

Leikskólar í Kópavogi fóru í fyrsta sinn í haustfrí dagana 26. og 27. október, eins og grunnskólar bæjarins. Flestir leikskólar voru lokaðir þessa daga en öllum foreldrum stóð þó til boða að skrá börnin sín í dvöl og voru fjórir leikskólar í bænum opnir, Urðarhóll, Núpur, Grænatún og Baugur.
Frá setningu Syndum - Landsátaks í sundi 2023.

Landsátak í sundi sett í Kópavogi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2023. Að þessu sinni var átakið sett í Sundlaug Kópavogs af fulltrúum ÍSÍ og bæjarstjóra Kópavogs, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Kvennaverkfall mun raska þjónustu Kópavogsbæjar 24.október.

Kvennaverkfall 24.október

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa fyrir því og konur og kvár sem það geta leggja niður störf þriðjudaginn 24.október.
Það verður hrekkjavökubragur á dagskrá haustfrís í Kópavogi.

Skemmtileg dagskrá í haustfríi í Kópavogi

Skemmtileg dagskrá verður á Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni í tilefni af vetrarfríi. Hrekkjavökuföndur og hryllingssögustund, bókamerkjasmiðja og búningaskiptimarkaður, krakkajazz og krakkaleiðsögn. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur ókeypis.
Rennibrautir í Sundlaug Kópavogs loka frá 15. október í fjórar vikur.

Rennibrautir lokaðar vegna viðgerða

Vegna viðgerða verða rennibrautir í Sundlaug Kópavogs lokaðar frá 17.október í um fjórar vikur.
Bleikur október nær hápunkti 20.október.

Bleikur dagur 20.október

Árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins sem stendur í október nær hápunkti 20.október, á bleikum degi. 
Hressir þátttakendur í Vatnsdropanum.

Lokakvöld Vatnsdropans

"Það er búið að vera ótrúlega gaman að vera í þessu verkefni," segja hin 12 ára Friðrika Eik og Kristoffer Finsen sem hafa tekið þátt í verkefninu Vatnsdropinn en það er alþjóðlegt barnamenningarverkefni sem Kópavogsbær á frumkvæði að og hefur unnið með H.C. Andersen safninu í Danmörku, Múmín safninu í Finnlandi og Ilon‘s Wonderland í Eistlandi.
Forvarnarvika í Kópavogi.

Vel sótt forvarnarvika

Í tengslum við Forvarnardaginn sem haldinn var hátíðlegur 4. október stóðu félagsmiðstöðvar í Kópavogi fyrir Hinsegin viku.