Skapandi sumarstörf í Kópavogi bjóða til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Salnum í Kópavogi fimmtudag 7. ágúst. Þar verður afrakstur sumarsins sýndur á stóra sviðinu og í anddyri Salsins. Húsið opnar kl. 19:30 þar sem básar listhópanna verða opnir og dagskrá á sviði hefst svo kl. 20:00.
Vegglistahópur á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins. Ásamt því að spreyja og mála á veggi hefur hópurinn einnig spreytt sig á óhefðbundnari flötum en skreyttir ljósastaurar hafa vakið sérstaka athygli vegfarenda.
Starfi jafningjafræðslunnar lauk 26. júlí síðasliðinn en þar með lauk fyrsta sumri þar sem fræðslan var starfrækt á vegum Kópavogsbæjar. Jafningjafræðarar voru 7 talsins á aldrinum 16-19 ára. Þau heimsóttu hópa hjá Vinnuskóla Kópavogs sem og félagstöðvar í Kópavogi og áttu þar samtöl við önnur ungmenni um ýmis málefni viðkomandi þeim á jafningjagrundvelli.
Nýtt sorphirðudagatal mun taka gildi 1. ágúst og hefur þegar verið gert aðgengilegt á vefsíðu Kópavogsbæjar. Hirðutíðni mun haldast óbreytt fyrir alla úrgangsflokka eða á tveggja vikna fresti.
Eftir daginn í dag, þ.e. mánudaginn 29. júlí, verður starfsemi gæsluvallarins við leikskólann Sólhvörf færð til gæsluvallarins Lækjarvallar, Dalsmára 23. Þetta er vegna mjög lítillar aðsóknar að gæsluvellinum við Sólhvörf.
Skapandi sumarstörf í Kópavogi efndu til stuttmyndahátíðar í Salnum fimmtudag 25. júlí síðastliðinn. Sýndar voru fjórar stuttmyndir eftir listhópinn Orðaskipti en hópinn skipa þær Júlía Gunnarsdóttir, Melkorka Gunborg Briansdóttir og Stefanía Stefánsdóttir. Markmið þeirra í sumar var að skrifa, taka upp og klippa fjórar stuttmyndir á átta vikum.
Ný grenndarstöð við Vallakór var tekin í notkun þann 10. júlí en hún er stærri grenndarstöð þar sem einnig er hægt að flokka pappa og plast. Ný grenndarstöð á Kársnesi, við Bakkabraut, opnaði 23. júlí en þar eru gámar fyrir gler og málma.
Gönguhópur Virkni og Vellíðan hittist vikulega á miðvikudögum fyrir hádegi en öllum Kópavogsbúum er velkomið að taka þátt. Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.
Framkvæmdir standa yfir við hliðina á Gerðarsafni og Krónikunni við útisvæðið. Til stendur að gefa verkum eftir Gerði Helgadóttur varanlegan stað og einnig verða haldnar tímabundnar sýningar í garðinum. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í lok sumars og efnt verður til formlegrar opnunar garðsins þegar nær dregur.