Leiktæki fyrir hreyfihamlaða, læsanleg stæði fyrir rafhlaupahjól, lýsing, risaróla við Kársnesstíg, ýmis konar leiktæki, þrektæki fyrir eldri borgara og skilti með gömlum leikjum er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur 2021-2023.
Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt. Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við, þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki
Auglýstum rafrænum kynningarfundi vegna vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar 1-3 og Þinghólsbrautar 77 og 79 sem halda átti 3. febrúar er frestað til 10. febrúar næstkomandi.
88% íbúa eru ánægð með Kópavogsbæ sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum.