Finnbogi Birkis Kjartansson frá Kópavogsskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Kristín Edda Hlynsdóttir frá Snælandsskóla og í þriðja sæti var Agnes Elín Davíðsdóttir úr Salaskóla.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð í dag, mánudaginn 3.apríl. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og eru stofnaðilar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Kópavogs. Allir unglingar sem búsettir eru í Kópavogi og verða fjórtán til sautján ára á árinu fá vinnu í Vinnuskólanum.
Fulltrúar nemenda í grunnskólum Kópavogs komu saman á vel heppnuðu Barnaþingi sem fram fór miðvikudaginn 29.mars. Börnin, sem eru nemendur í fimmta til tíunda bekk, fjölluðu tillögur sem skólaþing skólanna höfðu valið sem tillögur frá sínum skóla.
Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skólar frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk.
Vignir Vatnar Stefánsson er nýjasti stórmeistari Íslands í skák. Vignir æfir með skákdeild Breiðabliks og hélt félagið upp á áfangann í vikunni að viðstaddri Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs.