Hópur grænlenskra unglinga hefur undanfarnar tvær vikur dvalið á landinu og fengið sundkennslu í Salalaug í Kópavogi auk þess að kynnast íslensku samfélagi og íslenskum jafnöldrum í Linda- og Salaskóla.
Þann 1. október mun ný gjaldskrá Strætó taka gildi. Gjaldskráin var samþykkt á fundi stjórnar félagsins 16. september síðastliðinn og nemur hækkunin 12,5 %.
Norrænn vinalundur var vígður í Fossvogsdal í dag í tilefni 100 ára afmælis Norræna félagsins. Verkefnið er samstarf Kópavogsbæjar og Norræna félagsins í tilefni afmælisins.
Fyrirhugað er að leggja malbik á Hlíðarhjalla á milli gatnamóta við Dalveg og gatnamóta við Fífuhjalla föstudaginn 30. september ef veður leyfir, og mun framkvæmdin standa yfir frá kl. 9:00 til 15:00.