14.08.2025
Dagana 11.–13. ágúst tóku kennarar í grunnskólum Kópavogs þátt í Í startholunum 2025 – árlegum starfsþróunardögum sem marka upphaf skólaársins. Dagskráin fór fram í Vatnsendaskóla þar sem boðið var upp á fjölbreytt námskeið sem höfðu það að markmiði að efla faglega færni, deila góðum aðferðum og styðja kennara í starfi fyrir komandi starfsár.