Fréttir & tilkynningar

Lokanir vegna malbikunarframkvæmda

Miðvikudaginn 20. ágúst frá kl. 9:00 til 15:00 verða akreinar til austurs á Fífuhvammsvegi lokaðar.
Vigdís Jakobsdóttir. Mynd/Íris Stefánsdóttir.

Vigdís Jakobsdóttir nýr verkefnastjóri menningar

Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi.
Úr tillögu að breyttu deiliskipulagi.

Keppnisvöllur við Kórinn – opið hús

Opið hús um breytingu á deiliskipulagi Hörðuvalla fyrir keppnisvöll HK norðan við Kórinn verður þriðjudaginn 26. ágúst nk. milli kl. 16:30 og 18:00 í veislusal HK í Kórnum að Vallakór 12-14.
Frá og með 17.ágúst eykst þjónusta strætó.

Þjónustuaukning strætó

Strætó mun stórauka þjónustu sína en frá og með 17. ágúst 2025 verður umfangsmikil þjónustuaukning í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Líf og fjör í Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Metaðsókn í menningarhúsin í Kópavogi

Aðsókn í menningarhúsin í Kópavogi jókst verulega í sumar samanborið við síðasta sumar. Aukninguna má meðal annars rekja til vel heppnaðra breytinga á menningarmiðju Kópavogs vorið 2024, sem hefur slegið í gegn.
Kennarar elsta stigs, íþróttakennarar og list- og verkgreinakennarar í Álfhólsskóla - Hjalla á menn…

Hefja skólaárið með fjölbreyttri endurmenntun

Dagana 11.–13. ágúst tóku kennarar í grunnskólum Kópavogs þátt í Í startholunum 2025 – árlegum starfsþróunardögum sem marka upphaf skólaársins. Dagskráin fór fram í Vatnsendaskóla þar sem boðið var upp á fjölbreytt námskeið sem höfðu það að markmiði að efla faglega færni, deila góðum aðferðum og styðja kennara í starfi fyrir komandi starfsár.
Skúlptúrinn má snerta og sitja á

Skúlptúr sem má sitja á

Tveir glænýir skúlptúrar prýða nú Hálsatorgið í Hamraborg. Hægt er að virða þá fyrir sér úr fjarlægð en þá má líka snerta og sitja á. Skúlptúrarnir eru bekkir gerðir úr byggingarúrgangi ýmis staðar frá í Kópavogi.

Sumarfrístund hefst 11. ágúst

Sumarfrístundin hefst mánudag 11. ágúst í ár 2025 en hún er fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Sumardvöl frístundar er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga.
Regnboginn 2025 teygir sig lengra upp á Kópavogshálsinn.

Regnboginn teygir sig lengra

Í tilefni Hinsegin daga var regnboginn í Kópavogi endurnýjaður og lengdur. Þannig er hann sýnilegri en áður frá Kópavogshálsinum, gangandi og akandi til ánægju.
Vegglistahópurinn: Alexandra Rán Viðarsdóttir, Arey Ingibjörg Sveinsdóttir, Blær Þorfinns og Þorlei…

Vegglistaverk sumarsins 2025

Vegglistahópur á vegum Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi hefur unnið hörðum höndum í sumar við að skreyta veggi bæjarins, líkt og fyrri ár, en starfi þeirra lauk í lok júlí.