Klassíkin okkar, tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í beinni útsendingu föstudagskvöldi 29. ágúst kl. 20.00 í Kópavogslaug og Salalaug. Að þessu sinni eru sönglög í brennidepli og er heiti tónleikanna, Söngur lífsins.
Barnaskóli Kársness hefur tekið til starfa og var fyrsti skóladagur í dag, þriðjudaginn 26.ágúst. Mikil gleði ríkti í skólanum meðal nemenda og kennara enda langþráð stund runnin upp.
Framkvæmdum er lokið á leikskólalóð Litla Steins, yngstu deild leikskólans Kópasteins. Þar eru nú glæný leiktæki sem gleðja yngstu kynslóðina en þar má nefna rólur, rennibraut og lítinn kastala. Svokallaðri tónlistarstofu hefur verið komið fyrir á lóðinni en þar geta börnin leikið á litrík hljóðfæri undir berum himni.