09.07.2024
Hjólastólaróla við Dalsmára
Hjólastólarólu hefur verið komið upp í Smárahverfi en rólan er ein af þeim verkefnum sem valin voru af íbúum í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogi síðast þegar kosið var í því, 2022. Rólan er staðsett á leiksvæði norðan við Dalsmára, austan við Sporthúsið.