23.05.2025
Sigríður Beinteinsdóttir er bæjarlistamaður Kópavogs
Sigríður Beinteinsdóttir, betur þekkt sem Sigga Beinteins, er bæjarlistamaður Kópavogs 2025. Tilnefningin var formlega tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Kópavogs í dag af Elísabetu Sveinsdóttur, formanni menningar- og mannlífsnefndar, en nefndin velur bæjarlistamann.