Götuganga Virkni og vellíðan í Kópavogi fór fram mikilli veðurblíðu í dag, þriðjudaginn 13.maí. Gangan er nú haldin í þriðja sinn og tóku tæplega 300 þátt í göngunni sem hófst og lauk á Kópavogsvelli.
Sópun gatna og stíga í Kópavogi gengur vel og er á áætlun. Þessa daga er verið að sópa Kársnesið meðal annars Vesturvör en sömuleiðis Hvörfin og gengur það vel. Samhliða götusópun eru göngustígar hreinsaðir.
Mikið verður um dýrðir í Kópavogi í vikunni en bæjarfélagið fagnar 70 ára afmæli sunnudaginn 11. maí. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, sækir bæinn heim á sunnudag og tekur þátt í Barnamenningarhátíð sem verður með afmælisbrag.
Þann 13. maí verður Götuganga fyrir 60 ára og eldri haldin í Kópavogi í þriðja sinn haldin af Virkni og vellíðan í Kópavogi. Gengin er 3,4 kílómetra leið, byrjað í Breiðablik og gengið um Kópavogsdal.