Velkomin á upplýsingafund um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og við Vallartröð sem verður haldinn 30.júní í Safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Nýjasti íbúðakjarninn í Kópavogi í Kleifakór var vígður í gær. Í kjarnanum eru sjö fullbúnar íbúðir með stuðningi fyrir fatlað fólk. Síðasti kjarni sem tekinn var í notkun í bænum var í Fossvogsbrún sem opnaði árið 2022.
Þriðjudaginn 24.júní verður gengið um Hlíðargarð undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og Guðríðar Helgadóttur formanns Garðyrkjufélags Íslands.
Hið umfangsmikla barnamenningarverkefni Vatnsdropinn var meðal menningarverkefna sem kynnt voru á alþjóðlegu ráðstefnunni Communicating the Arts sem haldin var í tuttugasta og fimmta skipti dagana 17.-20. júní í Rijksmuseum í Amsterdam.