Kópavogsbær vinnur nú að færslu á hafnarkanti á 80 m kafla við smábátahöfnina til að skapa rými fyrir göngu- og hjólaleið meðfram smábátahöfninni eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Breiðablik og HK mætast í 8- liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna á morgun, fimmtudaginn 12.júní. Leikurinn er sögulegur þar sem Kópavogsliðin, Breiðablik og HK, mætast í fyrsta skipti í meistaraflokki kvenna.
Bekkur við Salalaug sem settur er upp til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur hefur verið tekinn í notkun. Foreldrar Bryndísar, Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir, afhjúpuðu bekkinn ásamt Vigdísi, systur Bryndísar Klöru. Bryndís Klara lést af sárum sínum í ágúst síðastliðnum eftir að hafa orðið fyrir árás á Menningarnótt.