Gunnþór Hermannsson er sjálfboðaliði ársins í íþróttastarfi í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem sjálfboðaliði ársins er valinn af íþróttaráði og var valið kynnt á Íþróttahátíð Kópavogs sem fram fór í Salnum 11.janúar.
Vignir Vatnar Stefánsson skákmaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2023.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, undirrituðu í dag afsal samnings um kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð.
Settir verða upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl. Á sömu stöðum verða settir upp gámar fyrir jólatré. Gámarnir verða aðgengilegir frá 30.desember til og með 10.janúar.